Hótel Rjúkandi - vistvæn ferðaþjónusta

Upplifðu villta náttúru Íslands á Snæfellsnesi

 Hótel Rjúkandi býður uppá aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og útsýni er yfir einkar fallegt nærumhverfi hótelsins. Matreiðslumenn hótelsins töfra fram hefðbundna íslenska rétti úr úrvals hráefni og hægt er að njóta matarins með glasi af víni eða bjór.

Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá hótelinu. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.

Stutt er í allar áttir en Hótel Rjúkandi er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsnes og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.